Ég var að í því hugarástandi í gær að ég fór að efast allt…. Ég var sérstaklega að efast tilfinningar hans og ástæður með mér…. og verst af öllu var ég að efast tilfinningar mínar!!!

Ég er búin að vera með kærastanum mínum í 6 mánuði, síðan 18./19. október. Mér þykir rosalega vænt um hann og ég hugsa að ég get ekki verið í góðu skapi næstu árin ef þetta losnar upp.
Ég er reyndar búin að segja ég elski hann, en ég er ekki alveg að fíla það, því að hann segir ekki neitt til baka, nema sömuleiðis og svoleiðis. Ég segi líka “ I like you “ og hann segir það til baka og að honum þykir vænt um mig, en það gerist svo sjaldan síðustu mánuði að ég get næstum því talið skiptin á annarri hendi.
Hann er minn fyrsti í öllu. Fyrsti kærasti, elskhugi, fyrsti sem ég kyssti og nær allt þar á milli og ég er fyrsta kærasta hans og elskhugi. Ég innst inni elska hann, en ég þori ekki að sýna það þegar það er ekki sagt í orðum á móti, því mér finnst að Ég elska þig er ekki sagt sömuleiðis á móti !!!!!
Hann segir stundum að ég verði alltaf fyrsta ástin hans og ekkert geti breitt því, en ég er svo kaldhæðin manneskja að ég er ekki alltaf að trúa því. En hann er alla veganna mín fyrst ást.

Núna þegar ég er að lesa þetta aftur yfir þá er ég að sjá að ég er frekar með lítið sjálfstraust og að ég þarf eiginleg athugasemdir á hvað ég er að hugsa.
Er ég bara hálfviti sem trúir engu eða á ég að undirbúa að hann fari að segja mér upp???!