ok, ég er í algjöru fokki þessa daganna og ég verð bara að fá einhver ráð eða ábendingar.

Sko, þannig er mál með vexti að ég er alltof “óheppin” í strákamálum, en ég veit bara ekki hvort það sé e-ð mér og mínum persónuleika að kenna eða hvort ég sé bara einstaklega óheppin með gaura…

Nokkur dæmi:
Ég var að dúlla mér með strák fyrir nokkru og allt sekk geðveikt vel. Við vorum svona mitt á milli þess að vera saman og ekki saman þegar allt í einu hann hættir að svara mér og ég veit sko alveg hvað það þýðir. Svo segist hann vera of upptekinn til þess að vera með mér… neinei, viku seinna er hann byrjaður með fyrrverandi og var víst búinn að vera með okkur báðum í einu.

Ég var að dúlla mér með öðrum strák og allt gegg glimrandi vel, hann var voðalega hrifinn af mér og allt stefndi í samband, þangað til að foreldrar hans ákveða að skilja. þá gat hann ekki hugsað sér að vera með stelpu og við slitum þessu.


Svo vilja flest strála sambönd mín enda þannig að “hann treystir sér ekki í samband”, “þú ert of ung”, “eigum við bara ekki að vera vinir?”

Ég er ekki uppáþrengjandi, ég lít bara vel út og ég held að ég sé bara þokkalega hress og skemmtileg stelpa. Þetta eru heldur ekki einu dæmin sem eru til, bara hluti, en ég hef bara lent svo alltof oft í svona málum og það virðist einhvernveinn bara koma fyrir mig. Nú er ég hætt að hugsa hvort strákasambönd mín endist, ég spái frekar í því hvernig þau eiga eftir að klúðrast.

Ef einhver er með ráð eða tips fyrir mig endilega svarið þessu.