jæja málið er þannig að rétt fyrir jól þá varð ég ROSALEGA hrifin af einum strák! (köllum hann z )Z er í hljómsveit og ég sá hann vera að spila og gat ekki hætt að hugsa um hann!! nokkrum vikum eftir að ég sá Z fyrst sá ég hann aftur vera að spila! og á þeim tónleikum vorum við í augnsambandi allan tímann!! þegar tónleikarnir voru búnir reddaði Z sér númerinu mínu og sendi mér sms um kvöldið!
ég var auðvitað að deyja! síðan fórum við að smsast næstum á hverjum degi og hittumst eitthvað smá…hann var alltaf að segja mér hvað hann væri ÓGEÐSLEGA hrifinn af mér! síðan komu jólin og ég fór til útlanda í 2.vikur.. síðan þegar ég kom heim aftur sendi ég Z sms en hann var ekkert að svara mér! það liðu kanski 2.vikur og þá fór hann að senda mér aftur! þannig að já við fórum aftur að smsast á fullu.. síðan gerðist það aftur að hann hætti bara að senda mér! ég var samt sem áður að deyja yfir honum og gat ekki hætt að hugsa umm hann!! en ég er svo þrjósk að ég var ekkert að senda honum eða tala við hann ! af því að mér fannst eins og hann ætti að tala við mig!! ég vildi ekki vera uppáþrengjandi!! síðan þegar við vorum ekki búin að tala saman í 2-3 vikur þá hitti ég vin hanns (köllum hann X) og við og 2 vinkonur mínar fórum með honum í eitthvað partý og fengum síðan að gista heima hjá X! næstu helgi eftir það þá hringdi X og spurði hvort við vildum ekki gera eitthvað ( ég og vinkona mín ) þannig að x og Z komu að sækja okkur og þá var dálítið langt síðan að við (ég og Z) höfðum talað saman! og þetta var frekar vandræðalegt :/ eftir helgina fékk ég sms frá honum(Z) og þar stóð.. ég var búin að gleyma því hvað þú ert flott!!
þannig að við byrjuðum aftur að smsast! og við erum búin að hittast núna 5.helgar í röð eftir þetta!! en mér fynnst hann samt ekkert vera að reyna við mig eða neitt þannig! vinir hanns (Z) eru alltaf að segja mér hvað hann sé feiminn en vááá ekki er hann það feiminn að hann þorir ekki að kyssa mig nema hann sé fullur!! ég hitti hann seinustu helgi og þá spurði vinkona mín hann hvort hann væri eitthvað hrifinn af mér og hann sagði JÁ! en samt er hann alveg hættur að hringja og þannig við erum bara alltaf að hittast af því að X er ALLTAF að hringja í mig og vill hitta okkur vinkonurnar! er það ekki frekar skrítið að besti vinur hann sé ALLTAF að hringja í mig og spjalla um ekki neitt!! og svo er alltaf eins og hann sé að fá mig til að missa áhugann af z!
ég hef aldrei verið jafn hrifin af strák eins og ég er af Z en er ég kanski bara að eyða tímanum mínum!!???
og er ekki skrítið að Z sé alveg sama þótt X sé alltaf að hringja í mig??
hvað á ég að gera!?? á ég bara að hætta að tala við hann eða á ég að tala við hann og spyrja hann hvert þetta sé að fara?? :S :/
þótt að ég veit að ég þori því ekkert!! :/ ég er alveg ráðvilt!
HJÁLP..
Endilega segiði mér hvað ykkur fynnst það er að segja ef þið skiljið söguna :S

kveðja. chrap!