Ég veit ekki alveg hvort þessi grein passar inná þetta áhugamál en ég vissi ekkert hvert ég átti að senda hana…

Þannig er það að ég kynntist mjög góðum og skemmtilegum stráki fyrir svolitlu. Hann er tveimur árum eldri en ég (ég er 13 og hann 15) og það er ekkert vandmál, allavega ekki fyrir mig. Hann drekkur og reykir en segist ætla að hætta að reykja bara fyrir mig og hann vill gera allt fyrir mig. Undanfarna daga hef ég verið mikið með honum og við höfum veirð að kyssast og þannig en í rauninni þá vil ég alls ekkert vera að kyssa hann eða neitt svoleiðis, en ég neyðist til þess! Og núna hugsið þið örugglega : hvaða bull er í henni, það er ekki hægt að neyða fólk til að kyssa einhvern! En í rauninni er það, það sem hann er að gera!!!! Þessi strákur er þunglyndur og hann hefur marg oft sagt að ef ég hafni honum þá muni hann fremja sjálfsmorð! T.d. þá gat ég einusinni ekki hitt hann og hann skar sig í hendina með beittum eldhúshníf afþví hann hélt að ég vildi ekki hitta sig. Þannig að ég neyddist til að sleppa því að gera það sem ég ætlaði að fara að gera og fara að hitta hann, svo hann myndi ekki meiða sig meira!

Ég vil náttúrulega ekki að hann fremji sjálfsmorð því að mér finnst það hræðilegt, og ég vil alls ekki missa hann. En það sem ég ætlaði nú að spyrja um var hvort þetta væri ekki einhverskonar andlegt ofbeldi eða álíka :S Þar sem hann segist ætla að fremja sjálfsmorð ef ég hafni honum, þá get ég ekki hafnað honum. Þannig mitt vandmál er hvort ég ætti að segja honum að ég hafi ekki áhuga og taka áhættuna á því að hann fremji sjálfsmorð, eða bara þola að hann láti svona við mig.

Allavega þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera en vona að einhver hérna hafi góð ráð…

Takk og bless :)