Mér finnst vera of mikið um það hér á Huga að fólk sé að kvarta og kveina yfir hinum
og þessum kærasta, eða strákling sem hundsar þær og svo má lengi telja þannig að ég
hef ákveðið að taka smá nýja stefnu hér á Huga / rómantík og skrifa góða grein… Ekki
misskilja mig sem svo að fyrri greinar hafi ekki verið góðar alls ekki heldur snýst mín
ekki um vandamál líkt og forverar mínir hér á Huga hafa verið að tjá sig um.

Nú þetta byrjaði allt í ágúst lok þegar ég byjaði í nýjum skóla og glænýum bekk. Ég var
nýkomin heim frá útlöndum þar sem ég hefði starfað í mánuð eða svo og þegar ég
kem heim þá heyri ég í vinkonu minni og spyr hana um lærdóm bekkinn og kennarana.
og hún skýtur því inn að það sé strákur í bekknum okkar sem sé nánast einsog sniðinn
fyrir mig, þ.e. hann hafði þetta ´´look´´ sem ég fíla við stráka, hann var hávaxinn með
stór brún augu og mjósleginn með fallegar andlitslínur.

Nú ég var auðvitað spennt að sjá þennan aðsniða strák fyrir mig og þegar krakkarnir
týndust einn á eftir öðrum inní stofuna spurði ég vinkonu mína hvað eftir annað er það
þessi?? og hún neitaði í öll skiptin, ég var alveg ný og svipaðist um en sá engan sem
einsog hún sagði að væri mín týpa. Siðan sagði hún mér að hann væri ekki mættur og
fyrsti skóladagurinn leið og svo næsti og aldrei kom þessi draumaprins í skólann.

Síðan einn daginn kemur hann og það var enginn vafi í mínum huga að um leið og ég
sá hann að ég var að horfa á fallegasta karlmann sem ég hafði séð.
Ég var yfir mig spennt að kynnast þessum forkunnafagra dreng og vonir mínar urðu að
engu þegar bekkjarsystir okkar tjáði mér að hann væri í sambandi ..
Nú þannig að nú var ekkert að gera nema að horfa og tja njóta! ;)

En síðan leið og beið og loks ákvað bekkurinn minn að skella sér í sumarbústað og
sletta ærlega úr klaufunum.
Nú einsog vill oft gerast þegar áfengi er við hönd þá vill málbeinið losna og gefa sjálft
sér all lausan tauminn. Þannig að ég dró þennan gullna dreng með mér í bílinn minn
og sagðist vita að hann ætti kærustu en mér fyndist hann forkunna fagur og það sem
skemmtilegra var að bæði foreldrar okkar höfðu skilið á sama tíma og á tímabili var
mamma mín og pabbi hans að dúlla sér saman! Þannig að við sátum saman í bílnum
og töluðum saman heillengi. Við áttum ótrúlega vináttustund þarna í bílnum og mér
fannst einsog ég hefði eignast sálufélaga, frábæran vin.

Nú dagar liðu og við hittumst mikið með bekknum okkar og urðum perluvinir og hann
sagði mér að hann væri ekki hrifinn af kærustu sinni lengur og var nokkuð viss að það
var gagnkvæmt, þannig að þau ákvaðu að hætta saman allt í góðu.

Og núna í dag erum við búin að þróast úr perluvinum yfir í perluvina par.
Ég er alveg ótrúlega hrifin af honum og hreint út sagt ánægð með lífið.
Við eigum ótrúlega vel saman og þar sem við berjumst bæði við hinn hrottalega
sjúkdóm þunglyndi þá pössum við einkar vel saman pg berjumst saman,

en eitt langar mig að segja áður en ég hætti!
Ég veit að það er mikið af pörum þarna úti og VEIT að það er mikið af stelpum sem eru
pínu frekar á gaurana sína!!
Þannig að ég ætla að koma með smá smá sem ég og perlu vinur minn höfum ákveðið í
okkar sambandi!

#1 Ekki sofa með bak í bak á nóttunni. Ég er mikið kúsudýr og vil að hann knúsi mig
eða allaveganna snúi að mér, ekkert eins pirrandi og þegar fók snýr sér á hina hliðina á
næturnar.. Jújú ég geri það stundum en þá kemur perlan mín að aftan og heldur
þannig um mig, en víst er að það eru margir þarna sem vilja PLÁSS!! áður en þeir sofa
og verður að virða það að sjálfsögðu..
bara koma með minn punkt inní samræðurnar!

#2 Segðu maka þínum um leið og þú hefur áhuga á að vera með annari manneskju en
maka þínum. Trúið mér þó það sé bæði erfitt að koma orðum að þessu og jafnvel enn
erfiðara að kyngja þessu, þá er það ykkur báðum til góðs þegar á lengi tíma er litið, því
að það ER MÍN SKOÐUN! að ef þú ert að hugsa um aðra manneskju meir en maka þinn
á allan hátt þá ert þú ekki tilbúin til að vera í sambandi með þessari manneskju.
Sýnið hvert öðru virðingu með því að vera opinská og samkvæm sjálfum sér.


#3 EKKI FARA AÐ SOFA MEÐ ÓÚTKLJÁÐ rifildi !! Það er ekkert verr en það að rífast og
fara í uppnámi og ætla að reyna að sofna, útkljáið alltaf öll ykkar mál áður en haldið er
til rekkju, Ykkur mun líða margfalt betur!



Þær skoðanir sem koma hér fram í þesari grein þurfa ekki að endurspegla
viðhorf þjónustu og upplýsingavefsins Hugi.is

kveðja randver. Ætli sé ekki hægt að segja að ég sé ástfangin!
————————