Þetta athyglisleysi er alveg að fara með mig,
Ég er sko með þessari stelpu og við erum búin að vera saman í góðan tíma, meira en hálft ár get ég sagt, en svona uppá síðkastið finnst mér eins og að hún sé ekki að taka eftir mér.

Þetta byrjaði allt með smá “góðkynja” “rifrildi” sem leiddi út í annað og það var fyrir svolitlum tíma síðan. En núna er hún alltaf úti með vinkonum sínum og búin að plana alskonar fríhelgar án mín. Svo þegar að við förum að sofa þá má ég ekki halda utan um hana eða kúra eða eitthvað slíkt, hún snýr sér alltaf á hliðina og kyssir mann laust góða nótt. Það er eins og við séum orðin eldgömul hjón…

Svo þegar að það kemur að gjöfum finnst mér hún ekki kunna að meta það, og svo finnst mér hún aldrei segja að hún elski mig, og svo rífst hún oft í mér þegar ég geri e-h vitlaust. Nú tala ég um hana bara neikvætt en hún er það als ekki, hún getur verið mjög góð og hlý en bara svona smá hlutir sem að tíðkast á hverju kvöldi eru svo táknrænir, maður heldur alltaf að það sé engin ást þarna á milli.

En þá er það spurning, mér langar als ekki að hætta með henni ég elska hana allt of mikið og veit ekki hvað ég myndi gera ef að þetta samband myndi taka enda. En er þetta eðlilegt, er einhver í svipaðri aðstöðu líkt þessari, e-h sem finnst hann/hún ekki skipta máli hjá elskhuganum sínum :/