Góðan daginn.

Ég (kk.) eignaðist mjög góðan vin síðasta vor. Við kynntumst í skólanum og vorum bæði að taka þátt í söngleik sem verið var að setja upp. Mér líkaði mjög vel við hana þá og það var greinilega gagnkvæmt. En við vorum bara vinir (sem var mjög gaman).

Um sumarið talaði ég oft við hana á MSN þar sem hún bjó fyrir sunnnan en ekki ég. Það var (og er) rosalega gaman að tala við hana, sérstaklega þar sem við höfum nokkurnveginn sömu áhugamál og skoðanir. Ég var þá að verða hrifin af henni og eitthvað.

Um haustið hittumst við aftur þegar skólinn byrjaði og hrifningin hefur verið að aukast meira og meira síðan þá. Mig langar geðveikt að reyna við hana.. þ.e.a.s. bjóða henni út eða e-ð en ég þori því varla; við erum búin að vera góðir vinir svo lengi, og auk þess ég veit ekkert hvort hún sé hrifin af mér. Ætli ég eyðileggi vináttuna með því að bjóða henni út eða e-ð? Vinir mínir (sem eru líka góðir vinir hennar) segja að hún gæti vel verið að hrifin af mér en ég veit það ekki, í alvörunni.

Svo má ég ekki gleyma að segja það að við erum bæði á átjánda ári. Engir litlir krakkadjöflar hahaha. nei grín.