Ég er í smá vandræðum og vil gjarnar fá smá ráðleggingar!
Ég er búin að vera með strák í þrjá mánuði og þetta er mitt fyrsta samband í langan tíma. Ég er virkilega hrifin af þessum strák og vandin er sá að ég veit í rauninni ekki hvort það sé gagnkvæmt. Við töluðum aldrei beint um það hvað við erum eða neitt í þeim dúr fyrr en eftir 2 mánuði. Við bara voru alltaf saman og kynntumst vinum hvors annas og fleyra í þeim dúr. í sjálfu sér hélt ég þá að við værum orðin par og ég var þá ekkert að koma upp með einhverja umræðu hvað við erum eða svoleis, því það hefur oft fríkað stráka út. En mig grunaði að það væri eitthvað að okkar sambandi því það var vissi skortur af kynlífi. En þegar við vorum búin að vera saman í 2 mánuði þá spurði hann mig að því hvað við værum. Mér brá mjög því ég hélt að við værum orðin allavega par. En hann sagði að við værum meira að deita, sem að er ekki rétt samhvæmt minni skilgreiningu því ég kalla það ekki að deita ef við hittumst á hverjum degi og kynnumst vinum hvors annas og svoleiðis. En allavega þá sagði hann að hann vissi ekki hvað hann vildi en vildi samt gefa þessu sambandi okkar meiri séns og halda áfram eins og við höfðum verið og við gerðum það. Málið er bara núna að ég er að gera allt sem í mínu valdi stendur til að láta þetta ganga og ég er orðin allt of undirlát við hann og gjörsamlega geri allt fyrir hann því ég vill svo mikið að þetta gangi hjá okkur.
Ég held bar að hann geri sér ekki grein fyrir því hvað ég fórna miklu fyrir hann. En staðan er sú að ég veit ekki hvar ég hef hann og veit ekkert og það er mjög erfitt að tala um þetta við hann og ég er líka dauðhrædd við að gera það því þá er ég hrædd um að þetta endi hjá okkur.
Þetta er að valda mér svo mikilli vanlíðan og óöryggi að ég á erfitt með að sinna öðrum hlutum, ég er búin að vera að pæla í því hvort ég ætti að enda þetta sjálf áður enn ég verð ástfangin af honum og það vill ég ekki vera. Ég er dauðhrædd við ástina og vill ekki verða ástfangin í sambandi sem er svona og þegar ég er ekki viss um að fá ástia endurgoldna.
Og svo er hitt sem ég er að pæla í og það er ef ég hætti með honum núna þá á ég alltaf efti að velta því fyrir mér hvað hefði gerst ef ég hefði gefið honum meiri séns því hann er nú þess virði. Og ég vill ekki fá nagandi samviskuvit yfir því.

Endilega gefið mér ráð því ég er gjörsamlega ráðalaus:(
Takk fyrir
kv. PJharve