sko þannig er það að ég á kærasta og er rosalega vond við hann! :(

við erum búin að vera saman í næstum hálft ár núna og ég elska hann rosalega mikið en við erum ekki saman í skóla.
Það er ekki slæmur hlutur í sjálfu sér.

En um daginn var ég á balli og var rosalega mikið með öðrum strák og við dönsuðum og svona gaman, kysstumst smá á kinnarnar (ég veit ég er slæm) en svo fatta ég hvað ég er að gera og segji honum að ég sé með öðrum strák og hann verður soldið niðurdreginn. Kærastinn var ekki á svæðinu.

En svo segji þessum strák að ég sé hryfin af honum, sem ég hafði engann rétt á, og ég er það. en veit ekki hvort ég sagði þetta því ég er það (sem ég er) eða bara til að hann héldi áfram að vera vinur minn!
Þess vegna er ég svona ömurleg, mig langar alls ekki að hætta með kærastanum mínum bara alls ekki, hann er svo frábær að manneskja eins og ég á hann bara ekki skilið.

Ég hitti þennan strák á hverjum degi því við erum saman í skóla og við erum góðir vinir.

Kærastinn minn á líka fullt af vinum sem urðu vinir mínir og ef við hættum saman missi ég samband við þessa vini mína.

Ég bara sé mig og kærasta minn sem vini eftir sambandslitin því miður :(

ég veit ég veit þið haldið að ég sé bara hver önnur gelgjan en hey í mínum augum þá er þetta leiðinda mál sem ég er með stórt samviskubit yfir.
Og svona í lokin langaði mig að vita hvort ykkur fyndist að ég ætti að segja kærastanum mínum frá þessum strák?