Ég hef verið að pæla mikið í þessu upp á síðkastið afhverju allir eru svona sjúkir í ástina. Ástin er það eftirsóknasta í lífinu. Allir eru í leit af ástinni eða eru svo uppteknir að vera ástfangnir. Ástin endar alltaf illa, það er staðreynd. Hún endar alltaf með því að annar aðilin eða báðir verða sárir, hvort sem það sér samband sem slitnar eða skilnaður eða jafnvel gömul hjón og annað þeirra deyr. Þannig afhverju að vera að sækjast svona mikið í hana, og svo vitum við ekki einusinni hvað alvöru ást er, hver getur sagt okkur það? Ástin varir ekki að eilífu og við vitum það en samt göngum við aftur í sömu grifjuna. Við hittum manneskju sem við verðum ástfangin af og svo endar það með tárum. þannig fitum við okkur áfram þanga til við finnum manneskju sem við eyðum ævinni með og svo einn daginn deyr manneskjn og við sitjum ein eftir. Afhverju er þetta svona skrítið, við sækjumst í það sem á eftir að særa okkur allra mest þegar á endan er komið.
en svona er þetta, mig langaði bara að segja ykkur frá þessari pælingu minni, endilega segið ykkar álit:)