Hjálp!!
Ég er 16 ára, á 17 ári, og var að koma út mínu fyrsta sambandi. Við vorum búin að vera saman í mánuð, sem hljómar sem voða lítið og stutt en þetta var rosalegt fyrir mig. Ég hafði lengi verið hrifin af stráknum og hafði alltaf vonast til að við gætum orðið meira en kunningjar. Svo gerðist það, við urðum góðir vinir og vorum mjög mikið saman, byrjuðum saman á endanum. Fyrstu ca. 2 vikurnar voru alveg æðislegar, en svo uppúr 3ju viku fór hann að fjarlægjast. Hann vildi vera meira með vinum sínum, sem ég skildi alveg fullkomlega, en hann virtist algjörlega gleyma mér þegar hann var með þeim, sagðist alltaf ætla að hringja og þess háttar. Ég vildi ekki vera of frek en reyndi samt að vera eins mikið með honum og ég gæti, sem var kannski 3svar í viku, en svo auðvitað þurftum við að hitta vini hans líka, sem var ágætt því að vinir hans eru frábærir.
En þegar ég fékk svona lítið að hitta hann, þá varð ég frekar sorgmædd og leið og fannst eins og hann vildi ekkert með mig hafa, hann neitaði því auðvitað og sagði að hann væri ekki vanur að vera í sambandi og þyrfti bara aðeins að venjast þessu öllu. Ég grét mikið þegar ég heyrði svona lítið frá honum, ég er mjög viðkvæm manneskja og hef verið særð af mörgum strákum, og leið mjög illa.
Svo hringdi ég í hann og spurði bara hreint út hvað hann væri að hugsa og af hverju hann vildi svona lítið vera með mér, þá sagði hann að auðvitað vildi hann vera með mér, en hann þyrfti að “pæla” svo mikið, ég vildi auðvitað fá að vita um hvað þessar pælingar voru og hann sagði þær vera um það hvort hann “höndlaði” alvarlegt samband. Ég brotnaði niður og sagði að við þyrftum að tala saman, og þá ekki yfir síma. Hann kom svo til mín um kvöldið og sagði að hann þyrfti tíma til að hugsa aðeins út í þetta, en sama hvað mundi gerast þá vildi hann eiga vináttu með mér, það fyrsta sem datt þá út úr mér var “Er þetta þá búið?”, þá þrætti hann fyrir það og sagði að þetta væri alls ekki búið hann þyrfti bara smá tíma. Ég grét og grét og á endanum þurfti hann að fara, eftir miklar ræður um hvað hann meinti það að hann vildi halda vináttunni, hvernig þetta væri ekki búið og hvað ég væri æðisleg.
Hausinn á mér var og er enn fullur af spurningum svo að ég hringdi í hann seinna um kvöldið og spurði hann hvort að við værum enn saman á meðan hann “pældi” hann sagði nei, við töluðum saman í smástund en á endanum varð síminn batteríslaus. Ég frétti svo að hann hefði sagt að við værum hætt saman, og hann hefði bara ekki verið að höndla samband, svo hefði hann sagt við eitthvern að ég hefði ekki fílað vini hans, og hann fengi svo lítið að hitta þá, sem mér finnst ósanngjarnt því að eins og ég sagði þá finnst mér vinir hans æðislegir og hefði hann eytt meiri tíma með þeim hefði ég ekki fengið að hitta hann. Það er mikið af spurningum sem ég þarf svör við, ég vill eitthverja “lokun” svo að ég geti tekist almennilega á við þetta.
Hvað meinar hann? Er þetta búið eða ekki? Af hverju? Hefði ég getað gert eitthvað til að láta þetta ganga? Hvað þarf hann langan tíma? Þarf hann kannski engan tíma og segist bara þurfa hann til að þurfa ekki að segja beint að þetta sé allt búið? Er eitthver möguleiki á að hann vilji byrja með mér aftur?
Ég tek það fram að þetta er alvega yndislegur strákur og mér þykir voðalega vænt um hann, ég vill halda í vináttuna sama hvað gerist og það síðasta sem ég vildi væri að missa hann algjörlega úr lífi mínu. Ég veit líka að þetta var stutt samband en þetta var mitt fyrsta samband og ég vildi bara koma þessu öllu út.

Fyrirgefið ef stafsetningin er eitthvað vitlaus, ekki mín sterkasta hlið.