Hvernig vilja konur að mennirnir þeirra séu? Auðvitað er það eins misjafnt og við erum mörg, en svona í grófum dráttum. Vilja konur almennt að við séum “stórir” karlmenn sem kunna ekki gráta eða eru einhver takmörk fyrir hvenær/hve mikið má gráta? Má ég gráta í bíó, eða þegar ég sakna elskunnar minnar? Ég grét persónulega á “Tigger Movie”, hversu slæmt sem það kann að hljóma (það voru allir svo góðir vinir!). Ég horfi heldur ekki á íþróttir, hvorki í sjónvarpi né annarsstaðar. Mér finnst gaman að mega kyssa og knúsa elskuna mína á almannafæri, eða einfaldlega þegar mig langar til (þó ekkert subbulegt, bara stuttan koss). Mér leiðast töffarastælar í strákum, þá sérstaklega þegar hópar taka sig saman. Mér finnst gaman að semja ljóð handa elskunni minni, þó eflaust séu þau misgóð, og einnig að gefa henni blóm að tilefnislausu. Ég er nýkominn út á “markaðinn” að nýju og þætti vænt um allar tillögur varðandi hvernig konur vilja hafa mennina sína.