Jæja…Hæhæ!

Þessi grein snýst um strák sem ég hef talað um áður, strákurinn sem afmeyjaði mig. Ég var ekkert búin að hafa samband við hann í 2-3 mánuði en svo hringdi ég í hann um daginn þegar ég var að djamma og þá var allt í góðu og við spjölluðum smá…Svo spurði ég hann hvort við ættum ekki að vera vinir og þá sagði hann: \“En við erum vinir!\” Og þá var ég bara mjög sátt.
En…við höfum áður ákveðið að vera vinir, gerðum það í sumar eftir að hafa verið að dúllast smá saman en það varð ekkert úr því og við fórum bara að dúlla okkur aftur, og svo eftir það heyrði ég ekkert frá honum.
En ég er að pæla, ég vil vera vinur hans og hann segir að við séum það, samt höngum við aldrei saman eða neitt svoleiðis, við heilsumst bara þegar við hittumst og þannig, þannig að við erum eiginlega bara svona kunningjar. En ég vil að það breytist.

Og því spyr ég ykkur, hvað get ég gert til þess að vera vinkona þessa stráks?
Mig langar svolítið til að tala við hann en ég þori því eiginlega ekki, þá verður hann kannski svolítið hræddur eða eitthvað, ég veit ekki… Hann er líka nýbyrjaður með stelpu og ég er hrædd um að kannski eigi hann eftir að taka þessu eins og ég sé að reyna við hann ef ég hef eitthvað samband við hann, sendi honum sms eða eitthvað. En þetta eru örugglega bara einhverjar óþarfa áhyggjur.

En hvað finnst ykkur? Ætti ég bara að hafa samband við hann og spyrja hann um þetta?

Takk fyrir
friend
Ég finn til, þess vegna er ég