Sko, ég á í svolitlum vandræðum!
Ég er búin að vera með strák núna í nokkra mánuði (sennilega þeir bestu sem ég hef upplifað), og það hefur gengið bara mjög vel, hann er rosalega góður strákur og fullkominn í alla staði, svona eiginlega of fullkominn!! Sennilega sá eini sem hefur virkilega komið vel fram við mig.
C.a. mánuði áður en ég kynntist honum hætti ég með gamla kærastanum mínum eftir langt og frekar erfitt samband, þó við værum rosalega ástfangin.
Í rauninni þegar við hættum saman, þá átti það bara að vera smá pása, en svo hitti ég nýja, og allt fór í rugl.
Þetta var voða fínt fyrst þegar allt var nýtt og spennandi og ég nánast alveg búin að gleyma gamla en…
Undanfarið er ég búin að sakna gamla rosalega mikið. Ég er enþá með rosalega heitar tilfinningar til hans (ég elska hann), en á sama tíma hef ég smá tilfinningar til nýja, ég veit ekki samt hvernig þær eru, mér finst ég elski hann ekki þó mér þyki voðalega vænt um hann.
Æi.. ég er svona eiginlega bara ástfangin af tveimur strákum.
Stundum langar mér rosalega að vera bara á lausu, en ég bara veit ekkert núna hvað ég á að gera!
Á ég að fórna nýja (öryggi) fyrir gamla sem ég veit að myndi aldrei ganga jafn vel (þ.e.a.s. ef að við myndum ná saman aftur) eða á ég að gleyma tilfinningum mínum og vera með nýja sem yrði kannski verra og verra?
Ég gæti ekki sært nýja, þetta er svo góður strákur, og rosalega tilfinninganæmur, ég myndi ekki týma að tapa honum, en á sama tíma þrái ég gamla.
Hvað get ég gert?
Á ég að segja gamla, eða nýja, tapa báðum eða blekkja sjálfa mig.
Ég vil ekki særa neinn og vil ekki missa þessa stráka.
Plís, ef að þið getið gefið mér einhver ráð…
P.s. ég er rúmlega tvítug, og er með slatta reynslu í ástarmálum og veit það alveg að gamli er eini strákurinn sem ég hef virkilega elskað.