Þannig er mál með vexti að ég hef komið mér í erfiða aðstöðu sem ég veit ekkert hvernig ég á að snúa mér útúr. Ég er ekki hingað komin til að fá komment um hversu ómerkileg ég er, hversu illa greinin mín er uppsett eða hvort stafsetningin mín sé í ólagi. Heldur er ég ráðalaus og ákvað því að nota þennan vef til að heyra álit almennings.

Ég hef verið í sambandi við strák í mjög langan tíma. Hann er allt sem mér hefur nokkurntíman dreymt um af strák að vera og vill allt fyrir mig gera. Nú er aftur á móti komið að þeim tímamótum, sem nokkrir hafa kannski kynnst áður og það er að ég er farin að spyrja sjálfan mig hvort ég sé virkilega eins hrifin af honum og ég hélt? Auðvitað hljómar spurningin öðruvísi þegar ég skrifa hana svona niður en ég hef á tilfinningunni þegar ég er með honum að ég sé meira með honum útaf því hversu góður kostur hann er. Mér finnst vannta alla þessa tilfinngu með, fiðring í magan og stjörnur í augun (ef þið skiljið hvað ég á við). Oftar en ekki kemur það líka fyrir að ég verð pirruð útí hann, bara útaf engu. Ég reyni að telja sjálfri mér trú um að þetta sé bara tímabil sem á eftir að ganga yfir og er að reyna að bíða með að ræða þetta við hann – en nú kemur það sem þetta snýst allt um…..

Um helgina fór ég á djammið með vinum og kunningjum án hans. Ég var nú komin vel í glas og hitti strák sem ég þekki í gegnum vinkonu mína. Þetta er mjög myndarlegur strákur og hann er búinn að vera heitur fyrir mér síðan við hittumst fyrst og hann er ekkert að fela það. Áður en ég vissi af þá vorum við byrjuð að dúlla okkur saman og það endaði með að við gerðum það, án getnaðarvarnar. Ég er með svo hræðilegt samviskubit og geri mig fulla grein fyrir því hversu óendanlega ómerkilegt þetta er af mér að ég get varla litið framan í neinn né einn. Ég hef aldrei haldið framhjá áður og fyrir utan áhyggjurnar um að vera ólétt eða með kynsjúkdóm þarf ég líka að segja kærastanum mínum að ég geti ekki verið með honum lengur, mér dettur ekki til hugar að fara bakvið hann.

Þessvegna ákvað ég að skrifa þetta hér og ég myndi meta það mikils ef ég fengi ráð frá ykkur. Ég er búin að gera það upp við sjálfa mig að hætta með honum, en það að segja honum að ég hafi haldið framhjá honum á eftir að særa hann enn meira? Á ég ekki bara að segja honum það hvernig í pott var búið áður en þetta gerðist og segja honum að það sé ástæðan. Ég sé ekki neinn tilganga með því að særa hann enn meira?

- Hestagellan.