Góða kveldið. Mig langar aðeins að segja frá smá bömmeri sem að ég er í. Þannig standa málin, að ég er (var) hrifin af stelpu sem að er með mér í skóla, og var búinn að vera það í nokkra mánuði þegar að ég ákvað koma bara hreint út og segja henni það. Viðbrögðin voru eins og ég hafði búist við, hissa en ekki mógðuð eða neitt þannig, en sagði samt voða fátt um hvað hún vildi gera. Það sem að var kannski sárast var það að hún var búin að vera að tala um hvað hún væri hrifin af öðrum gaur við mig.

Ekkert mál með það, nema að ég sendi henni sms og spyr hana hvort að hún sé nokkuð fúl út mig fyrir að hafa sagt henni þetta. Hún svarar að hún sé alls ekki fúl, og sé heldur ekkert hrifin af þessum gaur sem að hún var búin að vera að tala um við mig um kvöldið. Þá varð ég náttúrulega vongóður um að kannski ætti ég bara einhvern sjéns.

Tíminn líður og ég verð bara hrifnari og hrifnari af þessari stelpu. En Every Rose Has It's Thorns eins og sagði í laginu. Það er farin ferð með skólanum okkar og í ferðinni fer ég að tala við þessa stelpu. Þá segir hún mér að hún sé ekkert hrifin af mér en sé virkilega hrifin af þessum gaur sem að hún var að tala um, og segir að ég sé eitthvað voðalega vondur við aðra ákveðna stelpu, sem að er hrifin af mér en ég er ekkert hrifin af, útaf því að ég vilji ekki vera með þeirri stelpu heldur bara henni.

Og þá er komið að minni spurningu. Er ég vondur af því að ég er virkilega sár út í þessa stelpu fyrir að hafa sagt mér þetta svona, og er ég vondur af því að ég vildi ekki vera með hinni stelpunni?