Ég þarf smá hjálp frá þeim sem lesa þetta, ég er allveg tómur.

Sko málið er að ég er hrifinn af einni stelpu, köllum hana bara X. Ég hef aldrei verið heppinn í svona málum og endar það yfirleitt með einhverju veseni. T.d. var ég einu sinni að reyna við eina stelpu og var eiginlega byrjaður með henni en þá kom í ljós að besta vinkona hennar var hrifinn af mér og sagði hún mér þá upp. Gæti gert 50 blaðsíðna ritgerð um mig í svona samböndum sem yrði mjög gott grínefni. En ég ætla að koma mér að málinu,
Ég og þessi X erum geðveikt góðir vinir sem er auðvita byrjun á sambandi, tölum mikið saman, reynum að vera sem mest saman og allt það svo mér finnst þetta fara bara vel að af stað. Svo núna veit ég ekki hvað ég á að gera. Hún veit ekki að ég sé hrifinn af henni. En ég er búinn að heyra að hún sé eitthvað að spá í mig. En hvort á ég að segji henni hvað mig finnst um hana eða á ég að geyma það og sjá hvað gerist.
Sko ég hef reynslu að bæði og hvorugt hefur endað vel. Sagði einu sinni stelpu frá því að ég væri að spá í hana. Talaði ekki við mig í svona mánuð á eftir. Veti ekki af hverju. En svo ef ég geri hitt þá auðvita finn ég aldrei út hvort hún sé að spá eða ekki. En ég er svo hræddur um að ef ég segji henni það að þá gerist það sama með X og gerðist við hina sem talaði ekki við mig. Ég vill ekki missa hana.
Hvað á ég að gera, þetta er parturinn sem ég er ekki góður í og gæti þess vegna þegið smá hjálp.
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.