Hæhæ mig langar að vita hvað ykkur finnst hvað ég eigi að gera í þessu…
Sko þannig er að ég er í heimavistaskóla útá landi, og ekkert með það, en ég var með strák hérna fyrir áramót, sem ég var alveg ótrúlega hrifin af, ef ekki ástfangin! Allavega áður en við byrjuðum saman, var ég alveg ótrúlega hrifin af honum, og ætlaði ekki að trúa því í fyrstu að hann væri virkilega hrifinn af mér, en svo reyndist vera! Og við áttum gott samband, en svo byrjuðum við að rífast, og það voru allt bara einhver smáatriði, eitthvað sem við þurftum bara að laga hjá okkur sjálfum. En hann gefst svo upp eða eitthvað, ég veit ekki, og segir mér upp, án þess að ég fái að vita nákvæmlega ástæðuna.
Ég græt mig í svefn í viku, og er ótrúlega sorgmædd og þung, langar mest af öllu að hann taki við mér aftur, því ég er ennþá svo hrifin af honum, en það gerist ekki. Og þar sem við erum í heimavistaskóla, komust við ekki hjá því að sjá hvort annað á hverjum degi. Ég byrja að hata hann, en held það sé nú bara af því hvað ég er eða var bitur, því á endanum náði ég nokkurn veginn að jafna mig!
Svo þegar ég kem aftur í skólann eftir jólafrí, er ég ekkert að hugsa um hann neitt mikið, og finnst ekkert óþægilegt að sjá hann, þó svo ég sé ennþá frekar hrifin af honum.
En svo hringdi hann í mig í herbergissímann eitt kvöldið, og segist vera ennþá svo rosalega hrifinn af mér, sjái svo eftir mér, því við áttum jú svo góðar stundir saman og eitthvað. En svo getur hann ekkert sagt meira, spurji mig hvað ég vilji gera, en ég veit ekkert hvað ég á að gera! Svo við ákveðum að tala bara saman seinna.
Nú langar mig bara að vita, hvað ykkur finnst að ég eigi að gera! Ég er í svo miklu rusli núna að ég get ekkert hugsað lengur, þó ég hugsi stöðugt hvernig ég eigi að finna lausn á þessu!
Þetta er kannski svolítið ruglingslegt, en viljiði plís bara hjálpa mér með því að segja mér hvað ykkur finnst! Á ég að taka við honum aftur, eða bara gefa skít í hann? Og engin skítköst takk! :)