Þannig er nú málið að ég var fyrir sunnan núna um áramótin að eimsækja ömmu mína og afa (ég bý á akureyri). svo gerðist það að þegar ég fór í afmæli til frænku minnar (fyrir sunnan) að ég hitti þar stelpu á sama aldri og ég. við fórum að spjalla saman og endaði þetta með því að við fórum saman í bíó þetta kvöld. ekkert sérstakt gerðist þarna í bíóinu en hún brosti oft til mín og sonna, og við náðum vel saman. síðan fékk ég hjá henni gsm númerið og msn ið hennar og er ég búinn að tala við hana nokkrum sinnum síðan.
en eins og staðan er í dag, þá satt að segja er ég með hana á heilanum, ég hugsa stöðugt um hana, og mér langar mjög mikið til þess að eithvað gerist á milli okkar, en þannig er nú málið að ég bý á Akureyri en hún í Reykjavík.
nú langaði mig til þessa að spyrja hvort að einhver hafi verið í svona long distans sambandi og hvernig það hafi gengið? ég bara veit ekki hvort að ég gæti bara gleimt henni ef að þetta gæti ekki gengið upp, því að ég bara get ekki hætt að hugsa um hana, og núna hef ég bókstaflega misst áhuga á flestum öðrum stelpum, eða núna hugsa ég allavega ekki um neina nema hana. og þegar ég er að hugsa um hana þá er það ekki á sama hátt og ég hugsaði áður um stelpur, núna læt ég mig dreyma um það hvernig það væri að vera í í sambandi með henni, því að satt best að segja þá er þetta yndislegasta og fallegasta stelpa sem ég hef nokkurtíman hitt.
Viljiði plz vera svo væn að gefa mér einhver góð heillræði.