(Ó)vinir... Hæ.
(Ég veit að sumum mun finnast fáránlegt að pósta þessa grein hérna því hún á ekki heima hér. Og ég er sammála því, en það virtist bara enginn staður hér á huga henta fyrir svona grein.)
Allavega,
ég og nokkrir vinir erum að spá í að kíkja til útlanda í sumar. Það er ekki eins og það sé eitthvað ótrúlega frumlegt eða þess virði að tala um, en það er smá vandamál í gangi.
Ein úr vinahópnum hefur verið (í langan tíma) að fara meira og meira í taugarnar á okkur hinum og við höfum verið að reyna að útiloka hana frá því sem við erum að gera. Þetta hljómar kanski þvílíkt “cruel” en svona er lífið.
Hún veit hinsvegar (höldum við) ekkert um meinta andúð okkar þrátt fyrir að hún sé augljós. Hvað gerist svo þegar hópurinn vill fara til útlanda og ekki taka með eina manneskju úr hópnum? Hvernig er hægt að framkvæma það án þess að allt fari í háaloft? Er sannleikurinn alltaf sagna bestur? Eins og gefur að skilja erum við nokkuð “torn” yfir þessu og því skrifa ég þessa grein. Hvað skal gera?