Sko… ég ætla að skrifa aðra grein… því ég held að það lesa hana fleiri heldur en eitthvað svar við greininni á undan.
Ég sendi inn grein fyrir nokkrum dögum um að ég væri með strák, sem er 15 ára… ég er 13, og hann er farinn að verða rosalega ágengur við mig og er alltaf að reyna að fá að sofa hjá mér.
Ég held að það hafi ekki komið nógu skýrt fram… að ég hef EKKI leyft honum það og ég HEF talað við hann og sagt honum að ef hann geti ekki beðið eftir að ég verði tilbúin, þá er hann ekki nógu góður fyrir mig…Hann sagðist skilja það og talaði ekki um þetta dáldið lengi. En auðvitað gleymdi hann því ekkert og nú er hann byrjaður aftur :/

Við byrjuðum saman í sumar, nú eru næstum því 6 mánuðir síðan. Hann byrjaði ekkert að suða um þetta fyrr en fyrir svona ca. 2mánuðum…. held ég! Mér finnst það sanna að hann er ekkert bara að reyna að fá mig í rúmið með sér, annars væri hann fyrir LÖNGU hættur með mér…..
Svo er hann ekki þannig típa að hann fari að nota stelpur, ég þekki hann rosa vel og hann er alveg rosalega góður og skemmtilegur strákur.

En vandamálið er bara það að hann skilur ekki að ég er tilbúin… samt hef ég sagt honum það….

Einhverjir voru að tala um það, að ég ætti að tala við sálfræðing eða mömmu og pabba….???!?!?!? Afhverju ætti það að leysa einhvern vanda?
Mamma og pabbi vita ekki einu sinni að ég er með honum…. eða, þau halda að ég sé hætt með honum, réttara sagt.

Það er heldur ekki málið að mig LANGI ekki að sofa hjá honum… ég er bara ekki tilbúin! Við höfum alveg gert ýmislegt, nema ekki sofið saman og það verður ekki gert strax…alveg á hreinu ;o)

Hann myndi aldrei neyða mig til að gera eitthvað sem ég vil ekki og ég er alls ekkert hrædd við hann, ef þið haldið það. Þessvegna finnst mér soldið asnalegt ef einhverjir eru að segja mér að vera ekki ein með honum og að ég ætti bara að sofa núna hjá honum, því það væri betra en að vera nauðgað af honum…..
Hann er ekki nauðgari… bara kannski dáldið graður ;)

Tilgangurinn með þessari grein er bara að mig langar til að fá svör, hvernig ég geti komið honum í skilning um að ég ætla ekki að sofa hjá honum… og kannski hugmyndir um hvað ég geti gert til að ég þurfi ekki alltaf að hugsa þegar við hittumst ,,ohh vonandi fer hann ekki að tuða núna" ég verð stundum svo þreytt á þessu að mig langar til að öskra á hann og segja honum aðeins að reyna að þroskast og skilja… hehe, kannski ég geri það bara. Neeei held ekki :/

Allavega… vona að þið skiljið mig

Kveðja:
BITCH1