Hæ öll,

ég hef verið að spá undanfarið í hvað rómantík sé og eiginlega ekki komist að neinni niðurstöðu. Ég er sjálf órómantískasta manneskja sem hefur verið á þessari jörð held ég og ef ég viðra þá skoðun mína einhversstaðar þá verður allt vitlaust.

Mér finnst bara blóm, kertaljóst, rauðvín, jarðarber og allt þetta dót bara óþarft og eiginlega leiðinlegt. Og allir sem segja já en hvað hann er nú óheppinn sá sem er með þér…og eitthvað svona. Samt er ég í fínu sambandi og búin að vera það núna í rúmt eitt og hálft ár. Líklega gengur það vegna þess að við erum bæði órómantísk, því að ég efast um að það myndi ganga ef annað okkar væri rómó og hitt ekki. Eða ég veit ekki.

Kannski er þetta bara korkamatur en mér fyrir mér er rómantík bara það þegar hann segir eitthvað fallegt við mig eða eitthvað svoleiðis. Og svo ef maður fílar ekki þessa viðurkenndu rómantík þá verður allt vitlaust og sagt við mann að leggjast bara inn á spítala.

Jæja allavega…þetta er komið gott í bili.
Kv. ysabel