Hæ allir, mig vantar smá ráðleggingar. Þannig er mál með vexti að ég er smá skotin í kennaranum mínum. Mér hefur þótt hann sætur frá því ég fór í fyrsta tímann til hans. Mér datt aldrei í hug að neitt gæti gerst á milli okkar. Svo hitti ég hann um daginn á djamminu og við fórum að spjalla. Við spjölluðum heillengi og mér fannst eins og hann væri að reyna við mig og ég var sko að reyna við hann. Það gerðist samt ekkert mikið þannig en við fórum að haldast í hendur og við kysstumst. Allt í einu þótti mér þetta svoldið skrítið og sagðist þurfa að fara og hitta vinkonu mína. Hann sagði bara ok og ég fór.

Núna eru tvær vikur síðan rúmlega og það hefur verið mjög vandræðalegt að mæta í tíma til hans. Ég er rosalega skotin í honum en veit ekkert hvað hann er að pæla eða neitt.

Hann er 9-10 árum eldri en ég, þannig að þetta er ekkert perralegt!

Langaði bara að vita hvað ykkur finnst um þetta og hvort einhver hafi lent í einhverju svipuðu.