Vinkona mín, sem ég ætla bara að kalla Geirþrúði, fór út með sameiginlegri vinkonu okkar sem ég ætla að kalla Skúlínu (ik alleg rosa góð í þessum fake nöfnum…tek fram að ég er alleg meðvituð um fegurð þessara nafna)
Jæja, allavega fóru þær gellurnar út og enduðu í ikkerju partíi hjá gömlum kærasta Skúlínu sem ég skal bara kalla Vilhelm. núnú, partíið leystist sona upp á endanum og allir orðnir vel drukknir, nema Geirþrúður enda vill hún ekki drekka og getur alleg sagt nei við því. Henni var farið að leiðast því Skúlína og Vilhelm voru fyrir löngu búin að láta sig hverfa upp í herbergi. þarna voru tveir vinir Vilhelms eitthvað að fíflast og hún fór að tala við þá, nú, hún er ekkert ljót manneskjan og það var orðið ansi heitt á milli hennar og annars þeirra, u…köllum hann Magnús :/
Nhú, hún fór með Magnúsi upp í herbergi og vaknaði daginn eftir með hann við hliðina á sér og mundi allt sem gerðist audda… og var ekkert ótrúlega stolt af því, hún fór (hann dauður inn á rúmi) og fann Skúlínu og þær fóru heim. Svo er hann Magnús alltaf að hringja í hana, hann vill hitta hana og fara með henni á deit og hún fór með honum í eitt skipti og fattaði hvað þau eiga ótrúlega lítið sameiginlegt! hún sagðist ekki vilja hitta hann aftur og að henni þætti fyrir því ef hann hefði haldið að eitthvað meira gæti verið á milli þeirra. Svo núna er hann alltaf að hringja í Geirþrúði eða Skúlínu til að ná sambandi við hana! Og hún er þvílíkt pirruð og hættir bara að svara þegar hann hringir, en núna áðan birtist hann bara fyrir utan skólann sem þær eru í og vildi “tala” við hana! Hann elti þær heim og hékk bara fyrir utan í alleg hálftíma þar til mamma Geirþrúðar kom heim og bað hann að fara! Og hann hringir stanslaust, Vilhelm er aftur byrjaður með Skúlínu og þá vill Magnús auðvitað alltaf vera með þeim ef Geirþrúður gæti verið þarna! Strákurinn er plága! Hvað á hún að gera? ég og Skúlína ráðlögðum að contacta lögguna og fá nálgunarbann en hún þorir því ekki :S (ég tek það fram að ég er hvorug þeirra…ég er mas í öðrum landshluta!)
kv Kaffibaun :)