hæ… það er strákur sem er hrifinn af mér en ég veit ekki hvers vegna en ég er með svo mikið samviskubit því ég er ekki hrifin af honum, hljómar samt furðulega… málið er bara það að hann er svo góður við mig og ég er alltaf að reyna að vera sæt við hann en bara ég hef engann áhuga á honum.

Um daginn eignaðist ég litla systir og leið og hann frétti að hún væri fædd þá hringdi hann í mér og óskaði mér til hamingju og svona og sagði svo; ég vona að hún verði jafn sæt og þú… og ég bara eikkað takk (vissi ekki hvað ég átti að segja)… svo þegar að mamma og litla systir mín voru komnar heim var dynglað og það var hann, hann kom með gjöf handa litlu skvísunni, svo lítið barnahandklæði… ógeðslega sætt og svo kom hann með hálsmen fyrir mig… mér fannst það soldið sætt af honum. ;)

Svo um daginn voru mamma hans og pabbi að fara í afmæli og hann var einn heima og bað mig um að koma til sín og ég bara jájá ekkert mál… fór til hans og hann var búinn að panta pizzu, leigja spólu og gera allt ógeðslega kósý, svo sátum við og horfðum á spóluna, og hann fór eikkað að strjúka á mér hárið og segja hvað honum langaði til þess að kyssa mig og hvað hann öfundaði strákinn sem ég er hrifin af… Og þá vissi ég ekkert hvað ég átti að segja og sagði bara; er það virkilega?

Svo aðeins seinna um kvöldið fórum við saman niður í bæ, og ákvöðum að við myndum bara fara snemma heim og ekkert vera að drekka… og það gerðum við, vorum komin heim til hans í kringum hálftólf… og þá fórum við að kúra saman og svona…. svo þurfti ég að fara heim…. og kyssti hann bæ….

En við erum ekki saman en samt er ég með svo mikið samviskubit að ég sé ekki hrifin af honum? er þetta rétt af mér eða á ég bara að gleyma honum?
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá