úff…ég var að skoða forsíðuna á huga (sem ég geri alloft) og ég rakst á litla grein um svona ást-dæmi-rómantík-vandi thing og ég hugsaði með mér….get ég komið þessu leiðindarmáli mínu niður á tölvutækt form ? en eins og þið sjáið þá ákvað ég að reyna.
já, þetta gerðist fyrir um 4 vikum. já 4 til 5 vikum síðan þar sem ég var í skólanum og spilaði handbolta og átti frábæra kærustu (sem ég var búinn að vera með í heilt ár og einn mánuð) flotta, skemmtilega en samt ekki rosalega skemmtilega, svona “gellu”–leiðindargella samt. og allt var alveg rosalega gott. Svo einn daginn þegar ég er að farí tíma í skólanum mínum þá er ég talandi við vinkonu mína eða já segjum bara vinkonu mína sem ég VAR að kynnast í gegnum áfangan og vin minn. Hún er frekar já svona já ok þarf ekki að segja neitt um hana en já. síðan gerist það meðan ég er að tala við hana að ég bara finnst þessi stelpa vera ein skemmtilegasta stelpa sem ég hef á æfi minni kynnst. hún er svo ógeðslega nákv. eins og ég vil að hausinn á stelpum sé að það er ekki fyndið. Hún er ótrúleg! ég get ekki lýst því. en hún er engin gella. vinum mínum finnst hún ekki gella og ég held að engin geri það (i think). en hún er bara ógeðslega skemmtileg. ok fínt ég reyni að gleyma henni og held áfram með minni kærustu. en!! þá eru bara málavextir þannig standandi að ég er að hitta þessa stelpu á hverjum degi og er að tala við hana og er að sjá hversu frábær stelpa þetta er og allt það. ég get ekki hætt að hugsa um hana!! þvílíkt buggandi,(ég veit ekki hversu mörgun dögum ég hef eytt í þunglyndi) en ég reyni og ég reyni að gleyma henni! það bara gengur ekki, síðan dag einn (2 vikum síðan) þá hættum við saman (ég og gellan) ((nenni ekki allveg að farí útí það en ég væri að ljúga ef ég segði að Hin stelpan ætti einhver þátt í því)) og já skiptir ekki. En aðal-málið er að ég eg nýhættur með hinni stelpuni, en ég er hugsandi allveg á trilljón um hina (not gellutýpa stelpan) og málið er það að meðan eg er talandi við hana eða sé hana þá sé ég hana einhvernveginn öðruvísi heldur en allir aðrir, mér finnst hún vera bara ein flottasta stelpa sem ég hef augum litið í dag….það er ótrúlegt hvernig maður getur séð hana í allt öðru ljósi þegar maður þekkir hvernig hún lætur og allt það. ótrúlegt….en vandamálið er það að, hún heldur öruglega að ég sé eithvað fífl (eða hún lætur þannig eilla. finnst mér en i could be wrong :( ) en hún er ekkert að sína mér mikinn áhuga ;( ég hef reyndar ekki sínt henni neitt mikinn áhuga nú þegar en ég bara þori því ekki vegna þess að ég held að hún hefur alls engan áhuga. ég er að deyja og að vera búinn með afsakanir til þess að hringja í hana. (í gær hringi ég í hana og sagði henni að ég fann bók með nafninu hennar á, (fornafninu) í skólanum og spurði hvort hún ætti hana. shit þetta er ekki að ganga mikið lengur. ég verð einhvernveginn að geta talað við hana. ég get ekki sínt henni neinn BEINAN áhuga vegna þess að ég var að hætta með hinni stelpuni útaf HENNI. so i´m pretty screwed!!! á ég að segja henni frá þessu ? á ég að láta hana einhvernveginn vita af þessu “insane love” sem ég er að fá af henni. hvað í fjand á ég að gera í þessu, myndi ég spyrja guð ef ég mátti bara spurja hann af einni spurningu!! eða á ég kanski bara að hringja í hana og “act cool” ?? en þá er það bara vandamálið, hver er afsökunin fyrir að ég sé að hringja í hana? ég get ekki bara hringt og sagt “hey beidí” þá er það svo auglsjóst !!! damnit!! what am i gona do ???
p.s. (ignore the stafsetningarvillurnar)
help please….