Ég er strákur á unglingsaldri sem á við 2 vandamál að stríða með stelpur, ég nota bara nöfn stelpnana sem stelpa1 og stelpa2.

Ég var með einni stelpu sem nefnnis sem stelpa1 í hálft ár og gekk sambandið allveg 100% vel þangað hún þurfti að flytja burt úr Reykjavík. Þegar hún þurfti að flytja þá slitum við sambandinu en ætluðum bara að vera í símasambandi, sem vinir. Það gekk ágætlega í nokkra mánuði og svo rofnaði það næstum allveg. Þegar liðið er 6 mánuðir frá því hún flutti út á land þá hitti ég hana og talaði smá við hana. Svo þegar ég kom heim þá bara gat ég ekki hætt að hugsa um hana og liðu bara 2-3 mánuðir þannig.

Svo hitti ég og kynnist annarri stelpu, köllum hana stelpu2. Ég hef smá áhuga fyrir henni en get ekki hætt að hugsa um stelpu1. Ég frétti frá vinum mínum að stelpa2 hefði áhuga fyrir mér og tók ég sjálfur eftir því þar sem hún var að reyna við mig á fullu og ég gef henni ekkert tækifæri því ég hugsa ennþá um stelpu1. Svo líða svona 2 mánuðir og þá er ég allveg búinn að gleyma stelpu1 en get ekki náð mér í stelpu2 lengur því hún er orðinn svona meiri vinkona en kærustuefni. Nokkrum dögum seinna byrjar hún með strák og ég er bara útaf kortinu hjá henni og síðan hættir hún með stráknum en þeir eru samt ennþá vinir og hún er eiginlega hætt að tala við mig heldur bara kannski einhvað smá.

Ég vildi bara koma þessu á framfæri og endilega fá svör frá ykkur og hvað ykkur finnst ? ætti ég bara að láta stelpu2 í friði og finna aðra eða bara hafa meiri samband við stelpu1 ?