Ég á í töluverðum vandræðum með þessa svokölluðu vini mína fyrir utan það að mín og þeirra viðhorf á öllu í kringum mann eru gagnstæð á næstum alla vegu, þá eru þeir að koma í veg fyrir að mitt eigið ástarlíf gangi upp með þeirri sem ég er hugfanginn af.
Ég er búinn að vera í sambandi í tæpt hálft ár, og næstum öllum vinum mínum er illa við hana.
Undanfarið hef ég verið að forðast að hitta vini mína að mestu.
Þetta hefur verið að vefjast fyrir mér um hvort að ég eigi einfaldlega að slíta öllum tengslum við þá og byrja upp á nýtt?
Ég er kominn að því að vera ráðþrota í öllu þessu því ég get ekki komið mér að því að slíta mér frá vinahópnum.
Perizad.