Þegar ástin gerir vart við sig í brjósti manns verður maður bæði ánægður og hræddur, ánægður með að finna þessa fallegur tilfinningu gagnvart einhverri manneskju en hræddur við að hún sé ekki endurgoldin sem ég er alltaf hrædd við.

Ég skil það þegar fólk segir það að það elski hvort annað en ég get bara sagt það við eina eða tvær manneskjur og önnur þeirra er litla systir mín en hin er vinkona mín, ég hef aldrei sagt þessi orð við karlmann þvíað ég er hrædd við það að vera hafnað, en einnig því ég er ekki viss um að ég hafi nokkurn tíman elskað einhvern karlmann svo innilega að ég gæti sagt þessi orð við hann “Ég elska þig”, þetta eru þrjú orð sem merkja svo einstaklega mikið og það er svo margt innifalið í þeim.

Ástin er már að mörguleiti óskiljanleg, hún inniheldur svo margt sem ég er hærdd við að sýna, þar á meðal eru tilfinningar mínar, ég veit ekki hvort að það sé hægt að segja að ég sé eitthvað öðruvísi með það en ég held að það séu margr sem séu hræddir við þetta sama.

Mig langar að geta sagt það við þá sem mér þykir vænt um og elska að ég elski þá, er ég að biðja um mikið? Ef ég elska einhverja manneskju langar mig til að geta sýnt þeirri manneskju tilfinningar mína og hvað það er sem ég er að hugsa þá og þegar, en til þess að geta gert það þarf ég að finna einhvern sem er óhræddur við að taka smá áhættu með að elska mig, ég er nefnilega ekki viss hvort að neinn geti nokkurntíman skilið mannveru eins og mig, kannski en kannski ekki.

Ykkar einlæg Taran