Rósir, kort o.fl. Það að fá rós eða kort getur skipt mann milklu máli. Bara það að einhver láti vita af því að þeim þyki vænt um mann siptir mann rosalegu máli.
Í sumar lenti frænka mín í bílslysi, hún eyðilagði bílinn sinn alveg en sem betur fer kom ekkert fyrir hana hún slapp agj-rlega ómeidd. Ég hef alltaf vitað að ég elska frænku mína en kanski ekki sagt henni það nógu oft. Þegar ég heyrði af slysinu þá missti ég mig ´næstum þó að ég fegi strax að vita að hún væri alveg heil á húfi, ég fór að hugsa um það hvað það hefði roooosaleg áhrif á mig ef að hún hefði nú dáið eða eitthvað!! ég ákvað að sýna henni hversu mikið mér þótti vænt um hana ( svona fyrir utan það að ég hrindi í hana alveg í sjokku með kökkinn í hálsinum og stranglega bannaði henni að gera nokkuð svona aftur) og næst þegar ég var í bænum og hún var að koma og sækja mig í smáralindina var mér hugsað til hennar þegar ég sá blómabúðina og ákvað að gefa henni rós. Ég skrifaði líka á kort með eitthvað í þessa áttina “elsku **** frænka, farðu vel með þig. Þú ert uppáhaldið mitt og ég elska þig..” eða það var það sem að ég meinti allavegana! þegar hún kom gaf ég henni rósina og hún var rosalega ánægð og ég reyndar líka stolt af mér (núna eiga allir að segja: “æjj en sætt..” Bara að láta vita þannig hvernig manni líður í garð einhvers skiptir miklu máli. Þegar kærastinn minn kemur heim um kvöld með rós handa mér þá bráðna ég alveg og ég held að það geri það flestar stelpur.

Gefiði rósir, sendiði kort, látið vita af ykkur þó að það sé ekkert merkilegur dagur eða neitt, því að þeir sem maður elskar gætu kanski ekki verið til staðar á morgun! spáiði aðeins í því… ;)

Lifið heil….
snusa!