Hæhæ..ég er með smá vandamál sem væri frábært að fá skoðanir á :)
Þannig er mál með vexti að ég er búin að vera á föstu í rúmlega 3 mánuði með alveg yndislegum strák sem ég er yfir mig ástfangin af. Málið er bara að af einhverjum ástæðum er ég alltaf eitthvað að nöldra í honum. Ég hef aldrei verið örugg í sambandi og ég er alltaf hrædd um að klúðra öllum samböndum sem ég er í, en ég hef þó aldrei verið jafn hrædd um það og akkúrat núna því í dag sagði hann mér að þolinmæði hans væri alveg á þrotum.

Málið er að hann er frekar skapstór og um daginn sagði hann mér að hann væri yfirleitt meira fyrir dökkhærðar stelpur en ljóshærðar (ég er ljóshærð) þannig að ég spurði hann svona meira í gríni hvort ég væri þá sætari dökkhærð með brún augu og hann sagði já. Ég veit ekki af hverju en allt svona fer geðveikt í taugarnar á mér. Hann sá það og varð fúll og byrjaði að tala um hvað ég væri alltaf nöldrandi og óörugg og eitthvað.

Ég hef þá hugmynd að þegar fólk sé ástfangið þá sé viðkomandi manneskja fullkomin fyrir mann og maður vilji ekki hafa hana neitt mikið öðruvísi. Mér finnst bara skrítið að honum fynndist ég fallegri akkúrat öfugt við hvað ég er núna. Ég vil bara fá önnur svör hjá honum stundum því hann svarar alltaf þannig að ég verð pirruð og þá æsist hann upp. Samt er hann alltaf að tala um að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur og að hann sé mjög hrifinn af mér og allt það en svo á móti talar hann um að hann hafi aldrei verið í sambandi þar sem er rifist svona mikið.

Jæja ég veit að þetta er kannski frekar “kássulegt” allt saman..ég er svolítið að flýta mér :) ..en hvað finnst ykkur?? er ég algjör nöldrari og afhverju verð ég svona pirruð á honum??

Takk,Anna