Mesta bölvun í samböndum sem kom með tækninni. SMS og MSN!
Nú til dags þora fáir að hringja í þann sem hann hefur áhuga á, það er einhvern meginn einfaldara að senda SMS og þá geturðu pælt vel í því sem þú vilt segja. Sumir sem eru í sambandi, hringja aldrei í hvort annað, það er alltaf bara SMS.
Ég veit ekki með aðra, en ég sakna þess að hringja í fólk og spjalla!
Svo er fólki “dömpað” í gegnum SMS sem mér finnst vera það ömurlegasta í heimi! Meina, ef þú vilt hætta með manneskju þá hittirðu hana og ef það er of erfitt… hringja! En ekki senda SMS og segja fólki þannig upp. Það er fáránlegt og sýnir hversu mikill aumingi sá aðili er sem segir upp ef hann verður að senda SMS!
Sama með MSN, ég veit um fólk sem hefur verið sagt upp á MSN!
Það er fljótlegra að taka upp tólið og hringja í staðinn fyrir að pikka inn SMS.
Hræðilegt hvert sambönd eru að stefna!