….. einhvern tímann verið ungir?
Ég bara spyr því miða við svörin sem koma hingað inn stundum mætti halda að hér væru bara 53 ára kellingar og karlar.

Mikið er kvartað yfir gelgjunum og sagt að þessi sambönd hjá þeim eiga hvort sem er ekki eftir að ganga upp og því þurfi ekki að svara þeim þegar “gelgjurnar” senda inn skeyti.
Ég skal viðurkenna að ég var einu sinni 15 ára og alltaf ástfangin eða í ástarsorg. Mamma viðurkenndi meira að segja fyrir mér um daginn að hún hafi verið orðin nokkuð þreytt á einkadótur sinni þegar hún var sem verst (ég sko:). En þó þessi “sambönd” sem maður átti í grunnskóla höfðu staðið stutt þá var manni samt alvara og ætlaði aldrei að hætta að elska hann Jón eða Sigga, sem var mánuði seinna, svo sé ekki minnst á hljómsveitargæjana *glott*.
(Ég slefa enn þá á eftir Gumma Jóns í Sálinni :)
Mér var full alvara þegar ég var 15 ára og sárnaði mjög mikið þegar eldri bræður mínir voru að stríða mér út af einhverjum strákum.
Í dag 10 árum seinna fara ég og vinkonur mínar að skellihlægja þegar minnst er á gamall kærasta eða gamalt skot úr grunnskóla en samt var okkur alvara…….
Þegar ég les greinar eða korka eftir þessar svokallaðar “gelgjur” þá minnist ég þess alltaf þegar ég sjálf var 14 ára og geymdi 5 kr uppi á hillu í marga mánuði út af því að hann Jói sem var í Réttó (rosa sætur strákur sko) hafði átt hann…

Hvernig líst ykkur á að áður en einhver unglíngur er úthúðaður fyrir að vera gelgja að allir hugsi hvernig var ég þegar ég var 15 ára. Því ég LOFA ykkur að þið voruð ÖLL með TÖLU gelgjur.

Kveðja,

Neeve 25 ára gelgja ;o)