Hæj, hæj!
Þannig er mál með vexti að ég og vinkonur mínar vorum í kringlunni um daginn
og aðeins að skoða stráka og svona og þá sá ég fallegasta strák sem að ég hafði á
ævi minni séð! Ég meina það, hann var ekkert smá sætur. En allavegana, hann tók
örugglega eftir því að ég var að horfa á hann því að hann kom til mín og bað um
númerið mitt. Ég var ekkert smá ánægð og lét hann hafa númerið mitt (vinkonur
mínar voru ekkert smá öfundsjúkar;))
Svo eftir tvo daga fék ég sms sem að var svona; “hæ, viltu sofa hjá mér?”. Ég sagði
auðvitað bara nei, glætan og missti allan áhuga á þessum strák.
Ok, nú vil ég bara fá eitt á hreint strákar, haldið þið að þetta heilli okkur
stelpurnar þegar að þið talið sona? Ég get alveg sagt ykkur ef að þið haldið það þá
er það misskilningur því að við stelpurnar (allavegan flestar) erum ekki með þetta
í huga. Búist þið í alvöru við að við séum svona auðveldar?
Bara smá ráð fyrir ykkur strákar; ef að þið eruð mjög hrifnir af einhverri stelpu og
vitið eki hvað þið eigið að segja við hana, segið þið þá frekar við hana að ykkur
finnist hún sæt (stelpu finnst alltaf gaman að heyra að einhverjum finnist hún sæt
og þótt að hún vilji ekki fara út með þér eftir það þá verður sammt alltaf í
uppáhaldi hjá henni) eða þá að ykkur langi til að hitta hana en ekki að spurja
hvort að hún vilji ríða ykkur….plís=S

Vonast til að sjá einhverja framför hjá ykkur strákar; )

bk. Miss bubblegum=)

Ps. Ég veit alveg að það eru ekki allir strákar svona, en samt of margi