Hver er munurinn á Ást og rómantík. Ég bara spyr er einhver munur eða er ást og rómantík það sama. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér í langann tíma.

Ég er með smá kenningu sem mig langar að deila með ykkur.

Ég held að ást og rómantím geti verið það sama en samt sem áður ekki það sama. Ég held að þetta sé allt einstaklingsbundið.
Fyrir sumum er þetta allt það sama, en öðrum gjörólíkt hvor öðru.
Persónulega finnst mér þetta ekki það sama en það er náttúrlega bara ég því að ég er einstaklingur.

Hvað er ást.
Hvað er rómantík.

Fyrir mér er ást þannig að maður myndi gera næstum hvað sem er bara til þess að vera með þeirri manneskju sem maður elskar. Þannig er ástin fyrir mér

Fyrir mér er rómantík það sem maður gerir fyrir mannsekjuna sem maður elskar, reyni að koma henni á óvart og geri eitthvað óvænt og sætt fyrir manneskjuna. Þannig er rómantík fyrir mér

En allt þetta fer efti persónuleika og framkomu einstaklings