Góðan og blessaðann daginn

Ég er 15 ára unglingur og er með eitt mjög stórt vandamál :(

Þannig er mál með vexti að ég er alveg óstjórnlega feiminn og sjálfstraustið er í neðri helmingnum.

Ég er ekki beint sá allra vinsælasti hjá stelpunum, var mjög stríðinn alveg þangað til í 8.bekk…veit ekki hvort það sé ástæðan.

En svo loksins gerðist það í sumar að ég byrjaði með stúlku :D En það gerðist sáralítið í þessu sambandi sem entist í 2 vikur, við kysstumst ekki einu sinni!

Ég var með endalausar áhyggjur um að ég væri of andfúll eða eitthvað og þorði því ekki að taka af skarið. Er maður vanalega andfúll eftir að hafa kannski borðað brauðsneið eða eitthvað? Eða á maður bara alltaf að vera að kaupa sér smint eða eitthvað?

Og síðast en ekki síst, er erfitt að læra að kyssa :P