Halló,

Ég er 19 ára stelpa og mér langar í kærasta en það virðist vera að enginn vilji mig.
Skiptir útlit miklu máli í samböndum? Ég er dökkhærð með strípur…c.a 170…60 kg með blá augu…ósköp normal stelpa held ég en samt finnst mér eins og enginn líti við mér. Hvað þarf maður eiginlega að gera til að vekja athygli á sér?
Ég hef verið í tveim samböndum og í báðum tilfellum kynntumst við á netinu. Annað sambandið varði frekar stutt en hitt alveg í 1 og hálft ár. Í báðum samböndum var ég alltaf að hafa áhyggjur af hinum aðilanum og pældi eiginlega ekkert hvernig mér leið…svo þegar sambandið endaði þá fannst mér eins og ég hafi bara verið að sóa tímanum. Mér eins og ég hafi aldrei fundið það sem mér hentar. Er virkilega svona erfitt að kynnast góðum strák? Hvar eruði?
Ég fæ oft þessa tilfinningu að mér langi til að eitthver sé með mér og haldi utan um mig, held að allir fái þá tilfinningu…eitthvern til að kyssa og tala við mig.

Jæja….hætt þessu væli!


Greip bei