smá skoðannakönnun ég er nú bara að forvitnast hvað ykkur finnst.

Málið er að ég og kærastan hættum saman fyrir 2 vikum síðan eftir 2 ára samband, kanski vegna þess að ég var ekki nógu “rómantískur”. En ég hafði byrjað að bæta mig og reina að fylgja viljanum svolítið betur og vera betri maður en ég var. Mér gekk mjög vel með það. Ég vissi að kærastan mín var svolítið spent fyrir þessum valentínusar deigi og ég vildi gera e-ð skemtilegt fyir hana þann dag þegar það kemur uppá að við hættum saman. Samt fanst mér að ég ætti að gera e-ð fyrir hana á föstudaginn og ákvað að senda henni rósir. Ég sendi henni 19 rósir eftir mikla útreikninga veggna þess að þar voru sennilega 19 mánuðir í smabandinu okkar sem ég gaf henni ekki rós. Mér fanst þetta rómantískt, en kanski svolítið út fyrir tímaraman.

var þetta rangt eða rómó?