Eðli rómantíkur (í sumum tilfellum) Rómantík hefur með listhneigð að gera. Hvað er rómantík annað en upprót í sálarkima sjálfsins? Stundum er rómantík afbrýði, stundum ofsafengið brjálæði, en stundum bara nakinn logi í gusti ástleysis. Er hægt að upplifa hitann frá honum þrátt fyrir gustinn verður þú að nota hugann sem verkfæri, því gusturinn eyðir hitanum. Verkfæri og rómantík koma sjaldan saman án þess að eitt drepi annað. Verkfæri, verkfæri…

Já, verkfæri!

Við verðum samt að varast að selja rómantíkina sem vöru á altari nytja! Því um leið og verkfærið er ónýtt getur verkið fyrst hafist. Nú munu margir sennilega spyrja sig: \“En hvernig getur verkfæri verið notað til huglægrar upphafningar án þess að það sé nothæft?\”
Því mun ég koma að síðar. Fyrst vil ég útskýra hugtakið verkfæri. Verkfæri eins og ég nota það er ekki hið and-náttúrulega verkfæri sem notað er til þess eins að sjúga tárin úr berki trés hinnar andlegu upphafningar/endurómun hugans. Verkfærið er heldur ekki unnið úr upptættum eðalmálmum né upprifnum skönkum móður okkar allra. Nei verkfærið er ekki vél í mínum skilningi, ekki tæki sem hreyfir sig á móti snúningi jarðar! Nei, hugurinn er ekki vél! Heldur straumur!
Nú hafa menn bent mér á að til að virkja strauminn verðum við að beysla ár og vötn. Við þessa menn segi ég: NEI! virknin felst í að samsama sig straumnum, og, eins fáránlega og það hljómar: Finna sinn innri fisk. Fiskurinn vinnur með straumnum án þess að brjóta upp hinn eðlilega hljóm og takt nátúrunnar. Og þegar tveir hugar mætast, sá er virkir strauminn með beyslun, og sá er hefur fundið sinn innri fisk. Þá verður fiskurinn einungis fórnarlamb umhverfis sem honum er ekki tamt (svo fór með mig og fyrrverandi spúsu mína).

Næstu skref ættu að vera nokkuð augljós. En að vinna með straumnum getur krafist mikils, og oft verður útkoman listræn. Listræn að því leiti að leitun innra sjálfsins eftir súrefni, sem við erum vön að anda gegnum nef og munn en ekki tálkn, brýst út sem form á striga, ljósmynd í ramma, teikning á blaði…eða jafnvel sem vara í hagkaup. Eftir að þeim punkti í ferlinu er náð, ættu næstu skref að vera augljós.

Rómantíkin verður því hugarástand sem að næst einungis í gegn með leit eftir súrefni í þungum straumi sem við sjálf höfum skapað með því að nota hugann sem verkfæri.

Takk fyrir.