Mig langar að segja ykkur frá einni af minni rómantískari minningum og um leið töpuðu tækifæri nema kraftaverk gerist.

Það var köld maínótt 1999 þegar ég og vinarfólk var á heimleið af djamminu að við hittum hóp af rúmlega tvítugum stelpum fyrir framan gráa steinhúsið neðst á Skólavörðustígnum, þar stendur einmitt steinn eins og minnismerki fyrir framan.

Við fórum eitthvað að spjalla við þær en ég hallaði mér að steininum og tók sérstaklega eftir einni sem mér fannnst sérlega heillandi, en vinur minn fór að reyna við hana, enda vanari en ég í því. Ég tók þessu rólega, ekkert gekk hjá honum og svo kom hún til mín, ég tók hana inn í þykkan frakkan minn en fékk í staðinn að ylja mér á höndunum með því að fara inná hana. En þetta var samt ekkert gróft, bara rómantískt, við kysstumst og horfðumst í augu og skiptum okkur ekki af hinum.

En svo kom að því að hún færi heim með vinkonunum, þó ég biði henni heim, en hún sagðist verða á Gauknum daginn eftir. Ég klikkaði á að fá símanmúmer og mundi ekki einu sinni nafnið hennar enda soldið við skál. Fíflið ég mætti ekki á Gaukinn heldur fór með vinunum í bústað, hvað var ég að hugsa ? 'A þessum tíma var ég á leið til útlanda og það var afsökunin þá fyrir aðgerðarleysi, en nú fjórum árum síðar og vonbrigðum í ástarmálum er ég orðinn þreyttur á piparsveinalífnu og djammi.

Þótt þetta virðist ekki merkilegt þá er þetta ljóslifandi minning um hana og ég hugsa stundum hvar ætli hún sé og hvað ef…