Persónurnar í stafrófinu Þykir mér hvimleiðinlegt þegar fólk skýrir persónur í greinum sínum eftir bókstöfum.

Dæmi; Málið er þannig að ég var með strák sem við skulum kalla A en svo hitti ég annan sem við skulum kalla B, ég sagði A upp og byrjaði að deita B. Svo byrjaði skyndilega fyrrverandi kærasti, sem við skulum kalla C að senda mér sms en á þessu tímabili var ég ekki ennþá alveg komin yfir A o.s.frv…..

Fyrr en varir er þetta allt komið í eina kássu þegar líður á lestur í greininni.
Ég veit ekki með aðra en ég get ekki mögulega gert nein greinaskil á þessu bókstafarugli og leiðist mér það mjög.
Þess vegna get ég ekki svarað greinum af þessu tagi, sem mér þykir miður.

En kannski felst lausnin bara í að hafa ekki svona marga stráka/stelpur í takinu í einu svo fólk eins og ég sleppum við að lesa svona kássur þegar málið er komið í klessu ;)

Lifið heil!