Valentínusardagurinn er rosa skemmtileg hugmynd, og það fannst mér lengi vel. Þegar ég var “ung og ástfangin”, þá þótti mér þetta rosalega merkilegur dagur og gerði alltaf eitthvað sniðugt handa þeim sem ég elskaði. En síðan gerðist það að ég eignaðist núverandi kærasta minn. Og honum fannst þessi dagur ekkert merkilegur, en ég hélt áfram að reyna. Þar til að einn Valentínusardaginn að það sem hann sagði við mig kveikti á perunni hjá mér. Við eigum okkar eigin elskenda daga, og því ættum við þá að vera að halda uppá daga sem nánast eingöngu eru komnir til siðs hérna á Íslandi fyrir tilstilli Valdísar sem blés þennan dag alltaf svo upp. Nú er svo komið að kaupmennirnir nýta sér þennan dag eins og þeir geta og allt er orðið valentínusar þetta og valentínusar hitt. Auglýsingar og annað er spilað inná þennan dag. Mér finnst persónulega að við eigum að reyna að gera meira úr okkar bónda og konudögum. Það er siður sem á einhverjar rætur úr okkar menningu og við eigum að reyna að halda henni. Mér finnst það líka skemma fyrir hversu Valentínusardagurinn er skammt á undan konudeginum, og finnst mér það draga úr merkingu konudagsins, á þann hátt að hann verður ekki eins sérstakur þar sem nýbúið er að halda svokallaðann elskenda dag.
Það er rosa sætt og allt hvernig ameríkanar og aðrar þjóðir sem halda þennan dag hafa þetta og mjög skemmtilegur siður, en við höfum aðra daga sem við ættum frekar að halda í, það hafa hinar þjóðirnar ekki og þetta gerir okkur sérstök. Síðan er líka bara alltí lagi að segja ég elska þig, þó að það sé ekki Valentínusardagur.