Að sitja á fallegri grein, ein í veröldinni, tómir vasarnir. Augun framleiða glitrandi versa og þú segir mér eitthvað sem þú ætlaðir að hafa innan klæða það sem eftir er. Ég sýnir þér líka það sem færir mig úr fötum hversdagsins og skyndilega áttum við okkur á því að við erum búinn að strengja heit og seta reglur án þess að tala og án þess að vilja tala. Við kútveltumst í grasinu eins og dropar á himninum og það hlakkar í okkur við hvert sekúndubrotið. Rómantíkin hefur borið tvær ósköp venjulegar hvunndagshetjur ofurliði og gert þær að varnarlausum hlaupköllum, en það sem þær vita ekki er það. Ástin er eins og hver annar sjúkdómur hún tekur breytingum og eru þær háðar lífsstílnum alla leið. Þess vegna á rómantíkin það til að hverfa því að þegar búið er að setja ábyrgð hjónabandsins niður á víxil, skuldabréf og yfirdrætti þá er enginn tími fyrir rómantík og orðið traust verður æ vinsælla líkt og ástvinur þinn sé orðinn bankastjórinn ellegar öfugt. Börnin verður að ala upp með sérstaka ábyrgðartilfinningu í huga og gæta þess að þau geri ekki sömu mistökin og þið. En sem betur fer er hægt að láta hina einu sönnu rómantík lifa endalaust ef maður kærir sig um það er bara spurning um að finna neistann á hverjum morgni, hverja mínútu og hugsa um hve fallegt það er að eiga heilt hjarta einhversstaðar sem ætlað er þér, skoða síðan sitt eigið og fagna því hver gefur hjarta án ástæðu.