Þetta er um sama gaurinn og ég talaði um í greininni “Svar óskast”.

Okei, málið er það að ég hitti hann um daginn, nánar tiltekið á föstudaginn fyrir rúmri viku. Ég fór heim til hans og við fórum að spjalla og svona….Og svo kyssti hann mig og við fórum eitthvað að dúlla okkur og kúra og svona.. Og hann var voða góður, virtist alveg hafa áhuga á mér og svoleiðis. En svo þurfti ég að fara en hann vildi endilega að ég myndi gista hjá honum, ég var nú alveg til í það, en ég bara gat það ekki vegna “óviðráðanlegra ástæðna”!
Eftir að ég fór hélt ég og vonaði að það væri allt í góðu, en reyndi samt ekki að búast við of miklu því að ég hef oft brennt mig á því.
En síðan daginn eftir þá sendi ég honum sms, en hann svaraði því ekki, en ég lét það nú ekkert á mig fá.
Og síðan alla þessa viku heyrðist ekkert í honum, nema það að ég hringdi í hann á föstudagskvöldið síðasta þegar ég var svolítið drukkin, (en það er samt ekkert sem ég sagði við hann sem ég ætti að sjá eftir), og hann sagði mér að ég mætti senda honum sms daginn eftir. En svo kom að morgundeginum og ég var ekki viss um hvort hann ætti inneign þannig að ég tók mig bara til og hringdi í hann, en þá svaraði hann ekki í símann. Og núna er ég ekkert búin að heyra frá honum.
Þannig að ég ákvað að hafa ekkert samband við hann nema hann tali við mig að fyrra bragði, því að ég held að ég hafi verið of áköf og að hann sé orðinn svolítið hræddur. Ég meina, þannig eru margir strákar.
Ég meina, það virkar, ekki satt? Að hunsa strákinn alveg, láta eins og hann sé ekki til, því að þá fær hann áhugann aftur, en ef að maður er alltaf að tala við þá og senda þeim sms og svona þá hörfa þeir. Eða hvað finnst ykkur?

Líka, haldið þið að hann eigi eftir að hafa meira samband við mig? Ég meina, hann virðist vera að spá eitthvað í mér, hann hefur allavega sýnt mér frekar mikinn áhuga. Hvað er hann eiginlega að hugsa? Hvað finnst honum um mig?
Ég veit að þetta eru frekar margar spurningar, en ég vil bara fá að vita hvað er á seyði.

Vonandi fæ ég góð og hreinskilin svör frá ykkur, og ekki neinn móral eða skítköst.

Takk fyrir,
kveðja
friend
Ég finn til, þess vegna er ég