Í gærkvöldi var ég að hætta með strák (köllum hann A)sem ég hafði verið með í u.þ.b mánuð (eða hann hætti með mér). Ástæðan var víst sú að hann er að fara á sjóinn í 3 mánuði og við höfum verið svo stutt saman að það væri óþarfi að láta mig bíða þennan tíma, en ég sagði honum þó að ég væri tilbúin í það ef hann legði sig fram við að koma í bæinn þegar það væri farið í land og svona.
Áður en við byrjuðum saman var ég með öðrum strák, sem var fínasti strákur en ég var alltaf hrifin af þessum fyrrnefnda, og endaði á því að kyssa hann og eitthvað meðan ég var ennþá með hinum (ég sagði honum ekki frá því en hætti með honum daginn eftir og fór að deita A).
Áður en við byrjuðum saman var hann alltaf að hringja, alltaf að koma í heimsókn í vinnuna, bjóða mér far útum allt og var bara alveg yndislegur. Þannig var hann líka meðan við vorum saman, nema seinustu dagana áður en hann átti að fara (hann fer á morgun). Þá hætti hann að hringja að fyrrabragði, hitti mig sjaldnar og í styttri tíma, varð ópersónulegri og allur pakkinn. Svo endaði það á þessu í gær, þegar hann beilaði mig og ég létti á hjarta mínu. Svo sendir hann mér sms (sorglegt, sorglegt) að við mundum ábyggilega hætta saman hvortsemer og ég veit ekki hvað. Hann segir ástæðuna fyrir því hvernig þetta var seinustu dagana vera sú að hann hafi svo mikið að gera (tvær vinnur, allt á fullu), en ég var að velta fyrir mér, ætli hann hafi bara hætt að vera hrifinn af mér? Í upphafi var hann mun spenntari fyrir mér en ég fyrir honum, og mér finnst óskaplega skrítið..
Svo er ég alveg rosalega sorgmædd núna, alveg að farast úr sorg og er ekkert að höndla neitt..
Hjálp? :)

Kveðja,
Eyrún