*andvarp*
Jæja, elskurnar mínar núna líður mér alveg ótrúlega vel og hef það lygilega gott :D
Ég fór víst á mitt fyrsta date ever í gær og það var alveg hrikalegt hvað ég var stressuð áður en ég lagði mig í gær dag, vaknaði svo um 19:00 og fór að taka mig til, finna föt, setja í mig linsur… þið vitið gera mig sæta :D
Hann kom svo hingað og náði í mig, ég var ekkert feimin við hann sem mér finnst virkilega undarlegt því að ég er nærri alltaf feimin, við fórum heim til hans þar sem hann rak mig í næstu tölvu á meðan hann eldaði, ég mátti ekki einu sinni hjálpa smá.
Hann er snilldar kokkur verð ég að segja, ítalskur forréttur og kínverskur aðalréttur þetta var serverað með hvítvíni sem ég er eiginlega nýbyrjuð að drekka, ég varð nærri strax södd og ég get engan vegin kvartað yfir matnum, þegar matnum var lokið mátti ég ekki einu sinni hjálpa honum að vaska upp, mér fannst ég bara hálf gagnslaus en hann fullvissaði mig um það að ég væri það alls ekki :D
Eftir frábæra máltíð hlustuðum við á tónlist, spjölluðum, drukkum hvítvín síðan fórum við að horfa á tv, volla notalegt, það var allt eins gott og það gæti verið.
Við fórum inn í herbergi hjá honum að kúra í morgun og það var alveg hrikalega þægilegt, ég sofnaði að meira segja eftir svoldið spjall og kelirí og djís, ég náði að sofa lengi og vel, ég næ aldrei að sofa lengi nema heima í sveitinni og ef ég sofna lengi hérna fyrir sunnan dreymir mig oftast MJÖG illa.
Við vöknuðum síðan um 20 um kvöldið, kúrðum smá og ég þurfti heim og hann að vinna, svo að þarna lauk fyrsta og besta stefnumótinu mínu :D
Ég verð að segja að hann er gífurlega góður kyssari, ég verð að segja að það eru nokkrir sem féllu í einkun og vá… það er ekki hægt að lýsa því hvað það er gott að kúra með honum og kyssa, mér fannst þetta alger snilld og mér leið betur en líklega nokkurn tíman fyrr.

En ég verð að segja að þetta fyrsta stefnumót mitt hafi farið alveg ágætlega… meira en ágætlega því að mér leið alveg gífurlega vel og það tekst mér ekki alltaf.

kv. Taran