Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda, en þessvegna langar mig að vita hvað ykkur finnst.
Allavegna, eins og ég hef áður sagt þá hef ég verið með kærastanum mínum í tæp 7 ár. Hann kvartar stundum undan því að ég sé daðrari og gefi kost á mér við aðra stráka.(sem ég kanski gerði, en er alveg hætt því núna…..) Síðan gerðist það eitt laugardagskvöldið fyrir ekki svo löngu síðan, að það er hringt í mig. Þá er það einhver strákur í einhverju partýi sem náði í nafnið mitt á netinu(en ég er á lista yfir flottustu gellur landsins, og deginum áður var viðtal við mig í blaðinu, þannig að þetta var svona líkt og áreitið hjá fræga fólkinu….nei, segi nú bara svona!!) En þessi gæji segir mér hvar hann hafi fengið nafnið mitt og símann og svona og spyr hvort að ég vilji ekki koma í partý. Ég segi auðvitað nei, ég fari nú ekki í partý til einhvers ókunnugs sem hringir bara svona í mig uppúr þurru. Ég veit að þessi strákur er að djóka, er með lista yfir fleiri stelpur og svona sem hann ætlar að stríða, svo ég bara djóka á móti. Eða allavegna er ekkert að skella á, heldur leik bara með. Síðan þegar hann loksins hættir, þá verður kærastinn minn alveg brjálaður. Jú, ég átti að hafa verið að gefa kost á mér og la, la, la!!(sem ég var ekki að gera) Uppúr þessu varð alveg heiftarlegt riflildi, sem er alveg fáránlegt afþví að þetta var einhver gaur útí bæ, sem var á djamminu og var eitthvað að djóka… ég meina, ég skelli ekki á, guð má vita hvað getur gerst ef maður fer eitthvað að reita svona gaura til reiði en það vil ég ekki eiga á hættu svo ég bara lék með.
Getur það verið að þetta sé svona sjúkleg afbrýðisemi hjá kærastanum mínum, en hann vill auðvitað ekki viðurkenna það. Ég bara þori ekki orðið að svara í síman þegar hann er nálægt. Fáránlegt finnst ykkur ekki, eða hvað???!!!!