Jæja, ég er að fara á fyrsta stefnumótið mitt núna í kvöld, ég er búin að vera á taugunum síðan mér var boðið á það, ég veit bókstafleg ekkert hvað ég á að mér að gera.
Ég er 18 ára og þetta er fyrsta stefnumótið mitt, mér finnt það ekki vera neitt slæmt að ég skuli vera orðin 18 ára og þetta sé það fyrsta, það er til margt verra en það.
Ég þekki manninn sem ég er að fara á stefnumót með smá, við erum búin að viðurkenna fyrir hvort öðru að við höfum svona svoldinn meiri áhuga en bara platónskann.
En hérna er það sem málið er fyrir utan það að mig langar að heyra um ykkar fyrsta stefnumót; Þessi sem ég er að fara út með er nokkuð eldri en ég, fráskilinn og á 2 börn, 9 ára strák og 2 ára stelpu, ég er búin að hitta strákinn og við urðum strax voðalega góðir vinir.
Það eru margir vinir minna sem eru ekki að höndla þetta um hann því að þeim finnst ég ekki eiga að hafa áhuga á eldri mönnum, málið er að hann dæmir mig ekki og ég er farin að þekkja hann pínu.
Það hlýtur að gilda einhvað ef það er eitthvað svona undarlegt andrúmsloft á milli mín og hans, við erum alltaf að horfa á hvort annað og erum ekki að fela áhuga okkar á hvort öðru fyrir hvort öðru.
Það að ég hef áhuga á honum er bara til að fá mig til að vera með fiðrildi í maganum og ég er búin að vera þokkalega stressuð útaf þessu, en ég hlakka líka alveg rosalega til.

Ég vona að ég deyji ekki úr stressi áður en þetta verður :Þ

kv. Taran *stress*tilhlökkun*kvíði*