hæ. ég er með smá vandamál sem þið getið kannski hjálpað mér með…

í fyrra, þá kynntist ég strák í skólanum.. eða ég KYNNTIST honum ekki beint, heldur var hann vinur strákanna í mínum bekk og var alltaf með þeim, stundum var ég lika og þannig “kynntumst” við.
Ég talaði aldrei við hann í skólanum, en við töluðum saman í -sms- næstum því á hverjum degi, og þá var það eiginlega alltaf ég sem byrjaði að senda! Ég varð fljótlega hrifin af honum, en lét samt ekki á neinu bera.
Svona gekk þetta í nokkra mánuði, við töluðum samt aldrei saman (eða jú, stundum þegar við vorum saman heima hjá einhverjum vinum okkar… einu sinni kom hann lika heim til mín, þá var vinkona mín með og annar vinur okkar)
en við töluðum oft saman í -sms-. En það var eins og hann skammaðist sín fyrir það. Hann var alltaf að segja mér að ég mætti ekki segja neinum frá þessu “sambandi” okkar. Svo spurði ég hann af hverju og þá sagði hann bara “bara ég vil það ekki” eða þá að hann svaraði ekki.
En ég varð alltaf hrifnari og hrifnari af honum, en hann sýndi engann svoleiðis áhuga (það gerði ég svo sem ekki heldur.. meina, sýndi það ekki“

Svo var það eitt kvöldið, þegar ég var að gista hjá vinkonu minni, að við vorum að tala saman, þá spurði hann mig af hverjum ég væri hrifin að. Ég fór bara í kerfi og svaraði eitthvað á þá leið að ég vildi ekki segja það eða ég man ekki hvað það var nákvæmlega hvað ég sagði. Allavega þá sagði ég það ekki. Þá sagði hann ”ef þú segir mér það ekki, þá sendi ég þér aldrei -sms- og tala aldrei við þig aftur. Ég tók þessu nú ekki alvarlega og við fórum bara að tala um eitthvað annað. Svo daginn eftir þá byrjaði hann aftur: “hvað er fyrsti stafurinn, er hann í íþróttum” osfr. ég svaraði því alltaf satt.
Svo sagðis hann lofa því að hætta ekki að senda mér sms ef að ég segði honum, svo að þegar hann var búinn að giska á ala strákana nema sig, þá sagði hann “ok, ég er búinn að telja upp alla strákana, ertu að djóka í mér eða er það ég?” ég sagði honum að það væri hann.
Þá svaraði hann ekki. Svo hélt ég áfram og minnti hann á loforðið sitt osfr. En allt kom fyrir ekki, hann svaraði mér aldrei og yrti ekki á mig eftir það og hefur ekki gert það síðan… það eru margir mánuðir síðan!!

Svo að spurningin er þessi:
Gæti verið að hann hafi hætt algjörlega að tala við mig bara út af þessu?
Hvað er málið??


Ps. ég er 13 ára og ekki segja mér að ég sé gelgja að eitthvað þó að ég sé að skrifa um þetta hér.