Ég vildi bara skrifa og athuga hvort einhver ætti einhver ráð handa mér en þannig er mál með vexti að ég hef verið hrifinn af sömu stelpunni í ár eða eitthvað en aldrei þorað að gera neitt vegna þeirrar staðreyndar að hún er besta vinkona mín. Síðan byrjaði hún með strák fyrir stuttu og ég er í svaðalegum bömmer. Síðan hef ég séð stelpu í skólanum sem er ég er orðinn soldið hrifinn af og ég held að ég eigi einhver séns með henni en ég þori ekkert að gera af því að ég hugsa alltaf að ef stelpan hættir með stráknum sem hún er með þá gæti ég einhvern veginn manað mig upp í það að segja henni þetta, og samkvæmt því sem mér líður núna þá væri ég miklu hamingjusamari með henni(vinkonunni). Ég veit ekki hvort ég eigi að reyna eitthvað við hana því ef við myndum byrja saman og síðan myndi vinkona mín hætta með stráknum sem hún er með þá myndi mér alltaf líða illa vegna tilfinninga minna til hennar. Þrátt fyrir að þetta hljóma soldið ruglingslega eða jafnvel eins og þetta sé tekið beint upp úr Guiding light þá vona ég að einhver hér geti hjálpað mér af því að ég veit ekkert hvað gera skal.Með kærri kveðju
Pele